Samstarfsmiðlar

Fjölmiðlar sem starfa með Lýðvarpinu fá sæti í Útvarpsnefnd Lýðvarpsins en þar eru lagðar upp tillögur að dagskrá og útsendingum sem síðan er lagt fyrir Útvarpsráð Lýðvarpsins þar sem þjóðin (þeir einstaklingar sem hafa skráð sig til þáttöku í Útvarpsráði) velur og hafnar með beinu og milliliðalausu lýðræði sem fram fer í beinni útsendingu og á netinu.

Útvarpsnefnd er einnig siðanefnd Lýðvarpsins.

Lýðvarpið mun starfrækja auglýsingaskiptimarkað fyrir samstarfsfjölmiðla. Þar má kaupa auglýsingar í Lýðvarpinu til endursölu, t.d. má bjóða auglýsendum heildarpakka með útvarpsauglýsingum og greiða fyrir með auglýsingum á eigin fjölmiðli, t.d. vefsíðubanner, blaðaauglýsingu osfrv.

Samstarfsfjölmiðlar geta einnig tekið þátt í Útvarpsuppboðum t.d. með því að linka á uppboðið af vefsíðu sinni, og fá þá hlutdeild í ágóða.

Nánari upplýsingar:

Sími: 496 2004 – Netfang: lydvarpid@gmail.com

Auglýsingar